Segist voða lítið í „ef“ spurningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson vill ekki svara „ef“ spurningum um stuðning við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að lýst verði yfir vantrausti á hendur ráðherranum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. „Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
„Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira