Innlent

Bein út­sending: Lands­á­ætlun í mál­efnum fatlaðs fólks

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra stendur fyrir rafrænum fundi um málefni fatlaðs fólks sem hefst núna klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Á vef stjórnarráðsins segir að hringferð Guðmundar Inga ljúki í dag en á opnum samráðsfundum sem haldnir hafa verið vítt og breitt um landið hafi málefni fatlaðs fólks verið til umfjöllunar.

„Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun stefnu um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi,“ segir á vef ráðuneytisins þar sem nánar er fjallað um viðburðinn.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×