Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2023 07:00 Montiel skoraði úr síðustu spyrnu Argentínu í vítaspyrnukeppni gegn Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar. Visionhaus/Getty Images Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt. Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt.
Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira