Innlent

Póst­hús­af­greiðslu í Bolungar­vík lokað

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ráðhúsið og þjónustumiðstöðin í Bolungarvík.
Ráðhúsið og þjónustumiðstöðin í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm

Pósthúsafgreiðsla í Bolungarvík lokar frá og með 1. september næstkomandi. Þjónustupósthús Bolungarvíkur verður Pósthúsið á Ísafirði. Þá verður áfram póstþjónusta en hún verður með breyttu sniði.

Þetta segir í tilkynningu á vef sveitarstjórnar Bolungarvíkur.

Í staðinn verður hægt að sækja og senda pakka í póstbox við Krambúðina í Bolungarvík. Sendingar sem komast ekki í póstbox verða sóttar af póstbílnum sem verður á ferðinni alla virka daga milli klukkan 10:30 og 11:30. Hægt er að óska eftir þeirri þjónustu með síma eða nepósti.

Þá er pósthúsið á Ísafirði opið virka daga frá 10 til 16.

Þá kemur fram að bréfum verði dreift tvisvar í viku, frímerkjasala sé í Bjarnabúð og póstkassi við Aðalstræti 14. Hvað varðar landpóst verður dreifing bréfa og pakka tvo daga í viku í nærliggjandi sveitir.

Pósturinn búinn að loka fjölda pósthúsa

Pósturinn hefur á undanförnum ári lokað fjölda pósthúsa víða um land. Í september 2022 var greint frá því að Pósturinn hygðist loka pósthúsum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að pósthúsunum í Mjódd og í Ólafsvík yrði lokað.

Samhliða þeim lokunum var sagt að verið væri að gera breytingar á samstarfssamningum Póstsins við aðila á nokkrum stöðum á landinu. Póstafgreiðslu í Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, Laugar og Reykjahlíð yrði þá sömuleiðis lokað.

Forstjóri Póstsins, Þórhildur Helga Ólafsdóttir, sagði þá að breytingarnar væru í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×