Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 11:27 Sandra ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hæðin sem hann bjó á hefur verið rifin. Dýrfinna Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur. „Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur. Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur.
Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55
Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent