Innlent

Skák­sam­bandið vill halda Ís­lands­mótið í Mos­fells­bæ

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mynd er úr safni frá Íslandsbikarnum í skák árið 2021.
Mynd er úr safni frá Íslandsbikarnum í skák árið 2021. Vísir/Vilhelm

Skák­sam­band Ís­lands vill halda Ís­lands­mótið í skák í Mos­fells­bæ á næsta ári. Sam­bandið hefur sent bæjar­stjóra Mos­fells­bæ erindi vegna málsins. Stefnt er að því að halda mótið í apríl og/eða maí á næsta ári.

Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins,  segir að Ís­lands­mótið sé há­punktur ís­lensks skáklífs ár hvert. Í lands­liðs­flokki Ís­lands­mótsins tefla tíu til tólf sterkustu skák­menn landsins um Ís­lands­meistara­titilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins.

Á næsta ári verða fjór­tán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mos­fells­bæ. Segir í erindi sam­bandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali ská­k­á­huga­menn, sem lögðu leið sína á skák­stað, afar vel um mótið og þá fag­legu um­gjörð sem bæjar­fé­lagið hafi átt þátt í að skapa.

„Skák­sam­bandið óskar því eftir stuðningi bæjar­fé­lagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu hús­næði, kaffi­veitingum á meðan móti stendur, fjár­hags­stuðningi upp á 500.000 kr. og loka­hófi að loknu móti.“

Skák­sam­bandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar út­sendingar og út­vega öll verð­laun. Segist sam­bandið á­vallt leggja mikið upp úr um­gjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsi­legasta.

Þá segir sam­bandið að í kringum mótið mætti hafa aðra ská­kvið­burði í bænum, líkt og barna-og ung­linga­mót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sam­bandið að sjálf­sögðu til­búið að að­stoða við auka skák­kenslu við ung­menni í bænum.

Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dag­setningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sam­bandinu afar vel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×