Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Árni Sæberg skrifar 23. ágúst 2023 13:31 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er verjandi mannsins sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Vísir/Vilhelm Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Lög um meðferð sakamála kveða á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tvisvar fengið kröfu um framlengingu fram yfir tólf vikna frestinn á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna samþykkta. Það telur Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi mannsins, ekki standast skoðun. Lögin séu alveg skýr um meginregluna um tólf vikna hámark og dóstólum beri að dæma eftir lögum. „Hvað undantekninguna varðar um brýna rannsóknarhagsmuni, að þá auðvitað verður að skýra þá undantekningu þröngt, enda er um að ræða meginreglu sem á sér stoð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þess vegna þurfa að liggja fyrir mjög veigamiklar ástæður til þess að það sé farið fram hjá þessari meginreglu. Og ég tel að þau skilyrði séu alls ekki til staðar í því máli sem hér er til úrlausnar. Það er meðal annars beðið eftir endanlegri krufningarskýrslu en það er morgunljóst að umbjóðandi minn getur engin áhrif haft á niðurstöðu þeirrar rannsóknar og þar af leiðandi eiga þessi rök um brýna rannsóknarhagsmuni bara alls ekki við.“ Engar upplýsingar um hvenær niðurstöðu má vænta Í nýjasta úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um framlengingu, sem hefur ekki enn verið birtur en Vísir hefur undir höndum að hluta, segir meðal annars að við meðferð fyrri krafna um framlengingu hafi verið gefin tímamörk varðandi rannsóknir á efnisinnihaldi rafrænna gagna og niðurstöðu krufningar. Þau hafi ekki staðist og ekkert lægi fyrir um hvenær niðurstaða væri að vænta. Þá segir að þrátt fyrir að brýnir rannsóknarhagsmunir væru fyrir hendi bæri að túlka undantekningu frá tólf vikna hámarkinu þröngt. Þrátt fyrir það féllst dómurinn á tveggja vikna framlengingu sem Landsréttur lengdi svo um eina viku. Lögregla og ákæruvald vilja rýmri frest Fáheyrt er að dómstólar fallist á að mönnum sé haldið lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi án þess að mál sé höfðað gegn þeim. Það hefur raunar bara gerst í einu öðru máli frá því að undantekningarákvæðið kom inn í lög árið 2008. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að lögregla og ákæruvald hafi lengi bent á að þessi frestur setji rannsóknum oft miklar skorður og því sé nauðsynlegt að endurskoða ákvæðið. Með því sé þó ekki verið að óska eftir ótakmörkuðum tíma enda sé gæsluvarðhald mjög íþyngjandi en hins vegar sé rétt að dómstólar setji lögreglu og ákæruvaldi mörk og veiti aðhald. Fresturinn lengdur án aðkomu Alþingis Vilhjálmur segir að með kröfum Lögreglustjórans á Suðurlandi í málinu sé verið að klæða kröfu á grundvelli almannahagsmuna í búning kröfu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Með því að dómstólar fallist á það, eins og gert hefur verið tvisvar í málinu, sé verið að þynna út meginregluna um tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. „Það má í raun og veru segja að þarna séu lögregla og ákæruvald að fara bakdyraleiðina að því að ná sínu fram um lengingu þessa frests umfram tólf vikurnar, án þess að löggjafinn eigi aðkomu að þeirri ákvörðun og að lögum sé breytt. Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki,“ segir Vilhjálmur. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 16. júní 2023 14:13 Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2. júní 2023 17:58 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Lög um meðferð sakamála kveða á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tvisvar fengið kröfu um framlengingu fram yfir tólf vikna frestinn á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna samþykkta. Það telur Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi mannsins, ekki standast skoðun. Lögin séu alveg skýr um meginregluna um tólf vikna hámark og dóstólum beri að dæma eftir lögum. „Hvað undantekninguna varðar um brýna rannsóknarhagsmuni, að þá auðvitað verður að skýra þá undantekningu þröngt, enda er um að ræða meginreglu sem á sér stoð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þess vegna þurfa að liggja fyrir mjög veigamiklar ástæður til þess að það sé farið fram hjá þessari meginreglu. Og ég tel að þau skilyrði séu alls ekki til staðar í því máli sem hér er til úrlausnar. Það er meðal annars beðið eftir endanlegri krufningarskýrslu en það er morgunljóst að umbjóðandi minn getur engin áhrif haft á niðurstöðu þeirrar rannsóknar og þar af leiðandi eiga þessi rök um brýna rannsóknarhagsmuni bara alls ekki við.“ Engar upplýsingar um hvenær niðurstöðu má vænta Í nýjasta úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um framlengingu, sem hefur ekki enn verið birtur en Vísir hefur undir höndum að hluta, segir meðal annars að við meðferð fyrri krafna um framlengingu hafi verið gefin tímamörk varðandi rannsóknir á efnisinnihaldi rafrænna gagna og niðurstöðu krufningar. Þau hafi ekki staðist og ekkert lægi fyrir um hvenær niðurstaða væri að vænta. Þá segir að þrátt fyrir að brýnir rannsóknarhagsmunir væru fyrir hendi bæri að túlka undantekningu frá tólf vikna hámarkinu þröngt. Þrátt fyrir það féllst dómurinn á tveggja vikna framlengingu sem Landsréttur lengdi svo um eina viku. Lögregla og ákæruvald vilja rýmri frest Fáheyrt er að dómstólar fallist á að mönnum sé haldið lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi án þess að mál sé höfðað gegn þeim. Það hefur raunar bara gerst í einu öðru máli frá því að undantekningarákvæðið kom inn í lög árið 2008. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að lögregla og ákæruvald hafi lengi bent á að þessi frestur setji rannsóknum oft miklar skorður og því sé nauðsynlegt að endurskoða ákvæðið. Með því sé þó ekki verið að óska eftir ótakmörkuðum tíma enda sé gæsluvarðhald mjög íþyngjandi en hins vegar sé rétt að dómstólar setji lögreglu og ákæruvaldi mörk og veiti aðhald. Fresturinn lengdur án aðkomu Alþingis Vilhjálmur segir að með kröfum Lögreglustjórans á Suðurlandi í málinu sé verið að klæða kröfu á grundvelli almannahagsmuna í búning kröfu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Með því að dómstólar fallist á það, eins og gert hefur verið tvisvar í málinu, sé verið að þynna út meginregluna um tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. „Það má í raun og veru segja að þarna séu lögregla og ákæruvald að fara bakdyraleiðina að því að ná sínu fram um lengingu þessa frests umfram tólf vikurnar, án þess að löggjafinn eigi aðkomu að þeirri ákvörðun og að lögum sé breytt. Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki,“ segir Vilhjálmur.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 16. júní 2023 14:13 Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2. júní 2023 17:58 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 16. júní 2023 14:13
Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2. júní 2023 17:58