Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 10:06 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segist hafa fulla trú á að mál Kristjáns Jakovs Lazarev endi vel og að Menntamálastofnun leiti leiða við að finna lausn sem henti honum. Aðsent Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna. Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01