Fótbolti

„Mér fannst Spánverjarnir aðeins betri en við í dag“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sarina Wiegman gengur framhjá heimsmeistarabikarnum með silfurmedalíuna um hálsinn.
Sarina Wiegman gengur framhjá heimsmeistarabikarnum með silfurmedalíuna um hálsinn. Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images

Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var niðurlút eftir tap liðsins gegn Spánverjum í úrslitaleik HM í dag. 

„Ég held að allir hafi fengið að sjá frábæran leik. Mjög opinn leik þar sem bæði lið vildu spila fótbolta,“ sagði Wiegman að leik loknum.

„Þetta voru tveir mjög mismunandi hálfleikar hjá okkur. Í fyrri hálfleik áttum við í miklum vandræðum með að halda pressu á boltanum þannig við breyttum í 4-3-3 í seinni hálfleik sem gaf okkur kraft.“

„Við vorum með augnablikið með okkur, en svo fáum við á okkur þetta víti og Alex Greenwood meiðist og við missum af því. Mér fannst Spánverjarnir aðeins betri en við í dag og þær spiluðu frábært mót. Ég vil fá að óska þeim til hamingju.“

Wiegman, eins og aðrir í kringum enska liðið, var eðlilega súr og svekkt þegar flautað var til leiksloka. Wiegman segir að svona sé þetta stundum í íþróttum.

„Að sjálfsögðu er þetta vont núna. Ég er virkilega vonsvikin. Þegar þú kemst í úrslit viltu auðvitað vinna, en í íþróttum er líka hægt að tapa.“

„Við sýndum hvernig við viljum spila sem lið og við getum verið mjög stolt af okkur. Jafnvel þó okkur líði ekki þannig núna,“ sagði Wiegman að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×