Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2023 11:25 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira