Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Lovísa Arnardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. ágúst 2023 10:27 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnaflokkana þurfa að finna sameiginlega niðurstöðu í málinu. Vísir/Arnar Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. Dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra greinir á um hvort sveitarfélög eigi að grípa hópinn og er dómsmálaráðherra sammála sveitarfélögunum um að þeim beri ekki að veita honum aðstoð. Ráðherra félagsmála telur þó skýrt að hælisleitendur sem hafa misst þjónustu ríkisins falli undir félagsþjónustu sveitarfélaganna. „Fólk verður að hlýta íslenskum lögum og fólk verður að hlýta niðurstöðu stjórnvalda sem er í þessu tilfelli sú að fólkið fær ekki vernd hér á Íslandi. Ég ætla að vara við því að markmið þessara laga það var ekki að við gætum flutt einn kostnað frá ríki yfir á sveitarfélögin og svo aftur til ríkisins. Við verðum að leysa þetta mál þannig að viðunandi niðurstaða fáist vegna þess að við erum líka velferðarríki og ég held að Íslendingar eigi erfitt með að sætta sig við það að fólk hafi ekki húsaskjól hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sé óljóst og villandi Í gær lýstu 23 félagasamtök yfir þungum áhyggjum af stöðu hælisleitanda og sögðu málflutning ráðamanna vera óljósan og villandi. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar tekur undir þetta. „Það er auðvitað ekki hægt að segja neitt annað en að þetta sé óljóst og villandi þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala í austur og vestur og það er nú áhugavert að í þessari yfirlýsingu þá sameinast biskup Íslands og No Borders þannig þetta eru mjög ólíkir aðilar sem þarna eru að tala og það er ekkert skrítið við það,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umræddir hælisleitendur hafa verið sviptir þjónustu á borð við húsnæði og mataraðstoð á grundvelli umdeilds ákvæðis í nýjum útlendingalögum sem kveður á um að umsækjendur um alþjóðlega vernd missi alla þjónustu á vegum ríkisins þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um hæli ef það fellst ekki á að yfirgefa landið. „Í fyrsta skipti held ég að ég geti sagt í seinni tíma sögu Íslands hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um það að henda fólki út á götu, senda það inn í Öskjuhlíð til þess að búa í tjaldi og það er auðvitað afskaplega dapurlegt,“ segir Sigmar. Málið sé vitnisburður um það að aukin harka sé að færast í málaflokkinn og skautunin að verða meiri. Hún sé ekki síst mikil innan ríkisstjórnarinnar. Skýra þurfi hugmyndir um búsetuúrræði með takmörkunum „Ég held að í ljósi þess að við vitum að Ísland verður aldrei alveg opið og heldur alveg lokað að það sé tímabært að stjórnmálaflokkarnir tali sig saman um einhverja sameiginlega lausn í þessum málaflokki. Fólkið í tjöldunum í Öskjuhlíðinni, ofan í gjótum eða hvar sem það er á skilið að við tölum betur saman,“ segir Sigmar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé til skoðunar að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neiti að yfirgefa landið. Sigmar telur ólíklegt að sú hugmynd verði að veruleika. „Ég hef nú skilið [Vinstri græn] þannig að þau séu ekki til í að ljá máls á því og á meðan VG vill það ekki þá á ég nú erfitt með að sjá að það fari í gegn. Þess utan er margt mjög óljóst í þessari hugmynd Guðrúnar. Erum við að tala um einhvers konar miklar ferðatakmarkanir og takmarkanir á frelsi fólks? Ætlum við að taka tillit til þess að sumt af fólkinu hreinlega kemst ekki til síns heima, það hefur ekki skilríki og það er þannig með sum þriðja heims ríkin að það er ekki hægt að senda bara tölvupóst og fá skilríki um hæl. Það eru alls konar aðstæður sem þetta fólk er í og við þurfum auðvitað að taka tillit til þess.“ Margt sé óljóst og hugmyndin um sérstakt búsetuúrræði sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ræða hana fyllilega. „En þó vitum við að VG hefur að minnsta kosti sagt þvert nei við því,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra greinir á um hvort sveitarfélög eigi að grípa hópinn og er dómsmálaráðherra sammála sveitarfélögunum um að þeim beri ekki að veita honum aðstoð. Ráðherra félagsmála telur þó skýrt að hælisleitendur sem hafa misst þjónustu ríkisins falli undir félagsþjónustu sveitarfélaganna. „Fólk verður að hlýta íslenskum lögum og fólk verður að hlýta niðurstöðu stjórnvalda sem er í þessu tilfelli sú að fólkið fær ekki vernd hér á Íslandi. Ég ætla að vara við því að markmið þessara laga það var ekki að við gætum flutt einn kostnað frá ríki yfir á sveitarfélögin og svo aftur til ríkisins. Við verðum að leysa þetta mál þannig að viðunandi niðurstaða fáist vegna þess að við erum líka velferðarríki og ég held að Íslendingar eigi erfitt með að sætta sig við það að fólk hafi ekki húsaskjól hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sé óljóst og villandi Í gær lýstu 23 félagasamtök yfir þungum áhyggjum af stöðu hælisleitanda og sögðu málflutning ráðamanna vera óljósan og villandi. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar tekur undir þetta. „Það er auðvitað ekki hægt að segja neitt annað en að þetta sé óljóst og villandi þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala í austur og vestur og það er nú áhugavert að í þessari yfirlýsingu þá sameinast biskup Íslands og No Borders þannig þetta eru mjög ólíkir aðilar sem þarna eru að tala og það er ekkert skrítið við það,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umræddir hælisleitendur hafa verið sviptir þjónustu á borð við húsnæði og mataraðstoð á grundvelli umdeilds ákvæðis í nýjum útlendingalögum sem kveður á um að umsækjendur um alþjóðlega vernd missi alla þjónustu á vegum ríkisins þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um hæli ef það fellst ekki á að yfirgefa landið. „Í fyrsta skipti held ég að ég geti sagt í seinni tíma sögu Íslands hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um það að henda fólki út á götu, senda það inn í Öskjuhlíð til þess að búa í tjaldi og það er auðvitað afskaplega dapurlegt,“ segir Sigmar. Málið sé vitnisburður um það að aukin harka sé að færast í málaflokkinn og skautunin að verða meiri. Hún sé ekki síst mikil innan ríkisstjórnarinnar. Skýra þurfi hugmyndir um búsetuúrræði með takmörkunum „Ég held að í ljósi þess að við vitum að Ísland verður aldrei alveg opið og heldur alveg lokað að það sé tímabært að stjórnmálaflokkarnir tali sig saman um einhverja sameiginlega lausn í þessum málaflokki. Fólkið í tjöldunum í Öskjuhlíðinni, ofan í gjótum eða hvar sem það er á skilið að við tölum betur saman,“ segir Sigmar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé til skoðunar að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neiti að yfirgefa landið. Sigmar telur ólíklegt að sú hugmynd verði að veruleika. „Ég hef nú skilið [Vinstri græn] þannig að þau séu ekki til í að ljá máls á því og á meðan VG vill það ekki þá á ég nú erfitt með að sjá að það fari í gegn. Þess utan er margt mjög óljóst í þessari hugmynd Guðrúnar. Erum við að tala um einhvers konar miklar ferðatakmarkanir og takmarkanir á frelsi fólks? Ætlum við að taka tillit til þess að sumt af fólkinu hreinlega kemst ekki til síns heima, það hefur ekki skilríki og það er þannig með sum þriðja heims ríkin að það er ekki hægt að senda bara tölvupóst og fá skilríki um hæl. Það eru alls konar aðstæður sem þetta fólk er í og við þurfum auðvitað að taka tillit til þess.“ Margt sé óljóst og hugmyndin um sérstakt búsetuúrræði sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ræða hana fyllilega. „En þó vitum við að VG hefur að minnsta kosti sagt þvert nei við því,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01
„Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00
„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26