Lífið

Svona munu Lækjar­torg, Hlemmur og Kára­torg líta út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólöf Örvarsdóttir þekkir torgarmál borgarinnar frá a-ö.
Ólöf Örvarsdóttir þekkir torgarmál borgarinnar frá a-ö.

Hver eru framtíðarplönin fyrir torgin í borginni?

Hvaða torg þurfa mestu andlitslyftinguna og hver eru þegar að virka vel?

Það er margt spennandi í pípunum og Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti arkitektinn Ólöfu Örvarsdóttur sem veit allt um málið.

Hún útskýrir til dæmis hugmyndir á bak við Hafnartorgið sem mikið hefur verið gagnrýnt og einnig Hjartatorgið sem einnig hefur verið gagnrýnt.

Ólöf fer vel og vandlega yfir verðlaunatillögur sem hafa verið samþykktar fyrir Lækjartorg og einnig Hlemm og Káratorg.

 „Þetta torg hefur í raun verið í niðurníðslu og það sem er svo erfitt við þetta torg að Héraðsdómur Reykjavíkur stendur við það sem er svona ekki beint svona lifandi og opin starfsemi, dómsstólar eru það yfirleitt ekki. Það sem gerir torg gott er oftast starfsemin í kringum það,“ segir Ólöf og heldur áfram.

„Í tillögunni sem vann er ekkert endilega gert ráð fyrir að veðrið sé alltaf gott eins og íslensk veðurfar er. Það er samt sem áður mikið unnið með gróður og svo verður fallegur baugur yfir Lækjartorginu,“ segir Ólöf en hægt er að sjá myndir af því hvernig torgið mun líta út í innslaginu hér að neðan. Þar er einnig farið yfir Hlemm og Káratorg sem stendur við Kárastíg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×