Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2023 12:16 Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira