Ætlar að stórauka barnavernd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaráætlun í barnavernd á haustþingi ásamt tillögum að gerðum fyrir börn með fjölþættan vanda, Vísir/Arnar Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín. Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín.
Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira