Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 12. ágúst 2023 21:15 Gleðigangan var gengin í góðu veðri í dag. Stöð 2 Landsmenn voru í sólskinsskapi í miðborg Reykjavíkur í dag þegar Hinsegin dagar náðu hápunkti með árlegri gleðigöngu. Samhljómur var í fólki um mikilvægi hátíðarinnar og áherslumál þessa árs, sem eru málefni trans fólks. „Þetta er náttúrlega bara fallegasti dagur sem við höfum fengið í langan tíma og sömuleiðis fallegasti fögnuður sem við eigum. Þið sjáið, það eru allir glaðir, allir hamingjusamir. Ég var að ganga í göngunni og hugsanirnar sem fara í gegnum hausinn á mér eru betri en margir margir sálfræðitímar,“ sagði Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi. „Við erum til“ Dan og Úlfur voru mætt til þess að fagna í dag.Stöð 2 „Við erum að fagna því að fá að vera opinberlega við sjálf og að geta eytt þessum tíma með community-inu okkar, sagði Dan Helgabur. Hán var ásamt Úlfi Sigurðarsyni mætt niður í bæ til þess að fagna fjölbreytileikanum. „Að vera opinberlega sýnileg og að sjá hversu margir eru að fagna okkur og fagna því að við erum hér, við erum sýnileg, við erum til og að berjast fyrir okkar réttindum,“ sagði Úlfur. Þörf áhersla á málefni trans fólks Gengið var fyrir ýmsa hópa innan hinsegin samfélagsins í dag, til að mynda eikynhneigða, intersex fólk, pankynhneigða og BDSM-hneigða en Eiríkur Ernir Þorsteinsson tilheyrði þeim hópi. „Ég hugsa að hápunkturinn fyrir mig, ég er að ganga fyrir BDSM á Íslandi í dag, að sjá öll glöðu andlitin sem fagna okkur þegar við erum að fagna okkur sjálfum,“ sagði Eiríkur. Sérstök áhersla var lögð á málstað trans fólks í ár og voru gestir sammála um að full þörf er á því. „Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á öll mannréttindi. Sérstaklega núna þegar það lítur út fyrir það að það sé einhver viðspyrna við því sem að hefur gengið vel“ sagði Gulla Bjarnadóttir, gestur í gleðigöngunni. Aðrir gestir göngunnar tóku í sama streng í samtali við fréttamann. Litadýrð í heimahúsi Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 var fréttakona stödd í hinsegin-gleðskap í tilefni dagsins, sem er sá allra skrautlegasti í bænum, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þau Sigsteinn Sigurbergsson, Thelma Hilmarsdóttir og Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir eru skipuleggjendur veislunnar. Aðspurður segir Sigsteinn Sigurbergsson að veislan verði árlegur viðburður héðan í frá „Við byrjuðum á þessu í fyrra. Þá byrjuðum við svona lítið. Ég á litla stúdíóíbúð, ef það eru tólf þá er fullt. Þannig að ég ákvað að framlengja hana með tjöldum, og ég gerði það og nú passa sextíu,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn, Thelma og Sigríður segjast ætla að skella í lás fyrir miðnætti í kvöld og fara á ball. Stöð 2 „Steini er náttúrlega bara stórtækasti maður lífs okkar. Hann gerði þetta einu sinni, hann vildi gera þetta meira og meira og í ár sagði hann, hey stelpur! við hittumst og málum vegginn í pride litunum,“ segir Thelma, aðspurð hvernig þau hafi farið að því að gera íbúðina svo skrautlega. „Við pöntuðum allt á netinu, við fórum á Instagram að safna. Það er ekkert sem Steini á ekki í pride-litunum nema klósettpappír. Við værum til í hann.“ Sigsteinn segir að að ýmislegt sé í bígerð, aðspurður hvort til standi að toppa veisluna á næsta ári. „Sigga er með hugmyndir, Thelma er með hugmyndir og ég er með hugmyndir. Og svo þurfum við að gera það jú.“ Mikið fjör var í veislunni þegar fréttamaður leit við.Stöð 2 Hann segir veisluna ekki eiga eftir standa yfir fram eftir nóttu. „Þetta verður til ellefu, tólf og svo ætlum við bara að skella okkur að ball, að sjálfsögðu,“ segir Sigsteinn. Rjómablíða í göngunni Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndband af stemningunni í miðborginni má sjá hér að neðan. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
„Þetta er náttúrlega bara fallegasti dagur sem við höfum fengið í langan tíma og sömuleiðis fallegasti fögnuður sem við eigum. Þið sjáið, það eru allir glaðir, allir hamingjusamir. Ég var að ganga í göngunni og hugsanirnar sem fara í gegnum hausinn á mér eru betri en margir margir sálfræðitímar,“ sagði Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi. „Við erum til“ Dan og Úlfur voru mætt til þess að fagna í dag.Stöð 2 „Við erum að fagna því að fá að vera opinberlega við sjálf og að geta eytt þessum tíma með community-inu okkar, sagði Dan Helgabur. Hán var ásamt Úlfi Sigurðarsyni mætt niður í bæ til þess að fagna fjölbreytileikanum. „Að vera opinberlega sýnileg og að sjá hversu margir eru að fagna okkur og fagna því að við erum hér, við erum sýnileg, við erum til og að berjast fyrir okkar réttindum,“ sagði Úlfur. Þörf áhersla á málefni trans fólks Gengið var fyrir ýmsa hópa innan hinsegin samfélagsins í dag, til að mynda eikynhneigða, intersex fólk, pankynhneigða og BDSM-hneigða en Eiríkur Ernir Þorsteinsson tilheyrði þeim hópi. „Ég hugsa að hápunkturinn fyrir mig, ég er að ganga fyrir BDSM á Íslandi í dag, að sjá öll glöðu andlitin sem fagna okkur þegar við erum að fagna okkur sjálfum,“ sagði Eiríkur. Sérstök áhersla var lögð á málstað trans fólks í ár og voru gestir sammála um að full þörf er á því. „Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á öll mannréttindi. Sérstaklega núna þegar það lítur út fyrir það að það sé einhver viðspyrna við því sem að hefur gengið vel“ sagði Gulla Bjarnadóttir, gestur í gleðigöngunni. Aðrir gestir göngunnar tóku í sama streng í samtali við fréttamann. Litadýrð í heimahúsi Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 var fréttakona stödd í hinsegin-gleðskap í tilefni dagsins, sem er sá allra skrautlegasti í bænum, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þau Sigsteinn Sigurbergsson, Thelma Hilmarsdóttir og Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir eru skipuleggjendur veislunnar. Aðspurður segir Sigsteinn Sigurbergsson að veislan verði árlegur viðburður héðan í frá „Við byrjuðum á þessu í fyrra. Þá byrjuðum við svona lítið. Ég á litla stúdíóíbúð, ef það eru tólf þá er fullt. Þannig að ég ákvað að framlengja hana með tjöldum, og ég gerði það og nú passa sextíu,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn, Thelma og Sigríður segjast ætla að skella í lás fyrir miðnætti í kvöld og fara á ball. Stöð 2 „Steini er náttúrlega bara stórtækasti maður lífs okkar. Hann gerði þetta einu sinni, hann vildi gera þetta meira og meira og í ár sagði hann, hey stelpur! við hittumst og málum vegginn í pride litunum,“ segir Thelma, aðspurð hvernig þau hafi farið að því að gera íbúðina svo skrautlega. „Við pöntuðum allt á netinu, við fórum á Instagram að safna. Það er ekkert sem Steini á ekki í pride-litunum nema klósettpappír. Við værum til í hann.“ Sigsteinn segir að að ýmislegt sé í bígerð, aðspurður hvort til standi að toppa veisluna á næsta ári. „Sigga er með hugmyndir, Thelma er með hugmyndir og ég er með hugmyndir. Og svo þurfum við að gera það jú.“ Mikið fjör var í veislunni þegar fréttamaður leit við.Stöð 2 Hann segir veisluna ekki eiga eftir standa yfir fram eftir nóttu. „Þetta verður til ellefu, tólf og svo ætlum við bara að skella okkur að ball, að sjálfsögðu,“ segir Sigsteinn. Rjómablíða í göngunni Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndband af stemningunni í miðborginni má sjá hér að neðan.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira