Ákvörðun Svandísar ekki haft jákvæð áhrif á samstarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir það afstöðu flokksins að banna ekki hvalveiðar. vísir/vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42