Kynbundinn launamunur kom framkvæmdastjóranum á óvart Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2023 14:01 Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Rauði krossinn hefði gerst sekur um kynbundinn launamun gagnvart konu sem starfaði sem talsmaður hælisleitenda. Heimildir herma að það hafi gerst í fleiri tilvikum. Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins. Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins.
Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira