Jarðgöng þurfi til að leysa út verðmæti á landsbyggðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:11 Villhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikil verðmæti glatast á landsbyggðinni vegna óviðunandi samgangna. Verðmætin séu það sem skipti máli við jarðgangagerð en ekki kostnaður á hvern íbúa. Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira