Fótbolti

Leik hætt eftir að ungur leikmaður Álftaness fór í hjartastopp

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmaður kvennaliðs Álftaness var fluttur á barnaspítala hringsins eftir óhugnalegt aðtvik í leik liðsins gegn Fjölni í 2. deild kvenna í kvöld.
Leikmaður kvennaliðs Álftaness var fluttur á barnaspítala hringsins eftir óhugnalegt aðtvik í leik liðsins gegn Fjölni í 2. deild kvenna í kvöld. kgp.is

Leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld var hætt eftir að ungur leikmaður Álftaness hneig niður og lenti í hjartastoppi.

Mbl.is greinir frá þessu óhugnalega atviki, en samkvæmt heimildum þeirra er leikmaðurinn sem um ræðir fæddur árið 2008 og því aðeins 15 ára gamall. Atvikið átti sér stað þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Í grein mbl.is kemur fram að tveir læknar hafi verið á svæðinu og að þeim hafi í sameiningu tekist að bjarga lífi leikmannskins. Leikmaðurinn gat að lokum gengið sjálfur upp í sjúkrabíl og mun dvelja á barnaspítala hringsins í nótt.

Eftir því sem heimildir mbl.is greina frá er líðan leikmannsins góð eftir atvikum, en ákveðið var að hætta leik eftir atvikið og hefur honum verið frestað um óákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×