Nýtt app lætur vita hvenær maturinn rennur út Lovísa Arnardóttir skrifar 7. ágúst 2023 09:32 Nýtt app gerir fólki kleift að sporna við matarsóun á heimilinu með því að fylla allt inn sem er til á heimilinu og skrá hvenær það rennur út. Appið lætur svo vita. Minnkar rusl og sparar pening segir hönnuður appsins, sem er aðeins 11 ára. Hugmynd Jóhönnu Maríu um appið Ultimo var valin úr hópi 25 hugmynda grunnskólabarna um allt land sem sú besta. Við útskrift úr 6. bekk í vor fékk hún viðurkenningu á því og hófst svo handa við appið sjálft og hefur í sumar, ásamt foreldrum sínum og vin þeirra Sebastian Breuers, hannað og forritað appið. Hún segist hafa valið matarsóun til að minnka ruslið í heiminum og til að hjálpa fólki að spara pening. Hægt er að búa til ólíkar geymslur mats í appinu. Mynd/Aðsend Tilgangur appsins er að koma í veg fyrir matarsóun með því að skrá inn þann mat sem er til á heimilinu og hvenær hann rennur út. Hægt er að skrá ólíkar geymslur mats eins og ísskáp, frysti eða búr. „Appið virkar þannig að maður skráir inn þegar eitthvað rennur út og hvað það er. Svo setur maður inn hvenær það rennur út og hvaða geymslu maður vill setja það í og þá sendir það manni skilaboð þegar það eru þrír dagar þangað til það rennur út,“ segir Jóhanna María. Eftir að búið er að setja inn í appið er auðvelt að finna það aftur og sjá hvað er til á heimilinu. Nytsamlegt þegar maður verslar í matinn. Mynd/Aðsend Hægt er að búa til ólíkar geymslur mats í appinu. Mynd/Aðsend Eftir að búið er að setja inn í appið er auðvelt að finna það aftur og sjá hvað er til á heimilinu. Nytsamlegt þegar maður verslar í matinn. Mynd/Aðsend Með því að láta mann vita með góðum fyrirvara hefur maður rúman tíma til að ákveða hvað maður á að gera við matinn, en eitt af því sem Jóhanna vill bæta við appið eru til dæmis uppskriftir. „Við viljum bæta við fleiri tungumálum og að það komi tillögur fyrir uppskriftir til að nota matinn og að það verði hægt að nota það í Apple,“ segir Jóhanna og að einnig vilji hún að fólk geti skannað strikamerki og þurfi þá ekki sjálf að fylla inn. Jóhanna ætlar að halda áfram að bæta við appið en það er opið og aðgengilegt öllum sem eru með Android tæki. Umhverfismál Sorphirða Loftslagsmál Tengdar fréttir Matarvenjur Íslendinga og umhverfið Mataræði og neysluvenjur almennings og landbúnaðarmenning eru lykilþættir í allri umræðu um umhverfismál, hnattræna hlýnun og heilbrigði vistkerfa jarðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara málaflokka og að stjórnvöld móti stefnu í þessum málum, sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu. 14. apríl 2023 08:31 Minnka matarsóun og demba sér í splitt Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti. 21. október 2022 08:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Hugmynd Jóhönnu Maríu um appið Ultimo var valin úr hópi 25 hugmynda grunnskólabarna um allt land sem sú besta. Við útskrift úr 6. bekk í vor fékk hún viðurkenningu á því og hófst svo handa við appið sjálft og hefur í sumar, ásamt foreldrum sínum og vin þeirra Sebastian Breuers, hannað og forritað appið. Hún segist hafa valið matarsóun til að minnka ruslið í heiminum og til að hjálpa fólki að spara pening. Hægt er að búa til ólíkar geymslur mats í appinu. Mynd/Aðsend Tilgangur appsins er að koma í veg fyrir matarsóun með því að skrá inn þann mat sem er til á heimilinu og hvenær hann rennur út. Hægt er að skrá ólíkar geymslur mats eins og ísskáp, frysti eða búr. „Appið virkar þannig að maður skráir inn þegar eitthvað rennur út og hvað það er. Svo setur maður inn hvenær það rennur út og hvaða geymslu maður vill setja það í og þá sendir það manni skilaboð þegar það eru þrír dagar þangað til það rennur út,“ segir Jóhanna María. Eftir að búið er að setja inn í appið er auðvelt að finna það aftur og sjá hvað er til á heimilinu. Nytsamlegt þegar maður verslar í matinn. Mynd/Aðsend Hægt er að búa til ólíkar geymslur mats í appinu. Mynd/Aðsend Eftir að búið er að setja inn í appið er auðvelt að finna það aftur og sjá hvað er til á heimilinu. Nytsamlegt þegar maður verslar í matinn. Mynd/Aðsend Með því að láta mann vita með góðum fyrirvara hefur maður rúman tíma til að ákveða hvað maður á að gera við matinn, en eitt af því sem Jóhanna vill bæta við appið eru til dæmis uppskriftir. „Við viljum bæta við fleiri tungumálum og að það komi tillögur fyrir uppskriftir til að nota matinn og að það verði hægt að nota það í Apple,“ segir Jóhanna og að einnig vilji hún að fólk geti skannað strikamerki og þurfi þá ekki sjálf að fylla inn. Jóhanna ætlar að halda áfram að bæta við appið en það er opið og aðgengilegt öllum sem eru með Android tæki.
Umhverfismál Sorphirða Loftslagsmál Tengdar fréttir Matarvenjur Íslendinga og umhverfið Mataræði og neysluvenjur almennings og landbúnaðarmenning eru lykilþættir í allri umræðu um umhverfismál, hnattræna hlýnun og heilbrigði vistkerfa jarðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara málaflokka og að stjórnvöld móti stefnu í þessum málum, sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu. 14. apríl 2023 08:31 Minnka matarsóun og demba sér í splitt Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti. 21. október 2022 08:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Matarvenjur Íslendinga og umhverfið Mataræði og neysluvenjur almennings og landbúnaðarmenning eru lykilþættir í allri umræðu um umhverfismál, hnattræna hlýnun og heilbrigði vistkerfa jarðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara málaflokka og að stjórnvöld móti stefnu í þessum málum, sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu. 14. apríl 2023 08:31
Minnka matarsóun og demba sér í splitt Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti. 21. október 2022 08:58