Óvæntir hlutir að gerast á HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 10:01 Leikmenn Suður Afríku fagna sigri á móti Ítalíu og sæti í sextán liða úrslitum á HM en Afrikuþjóðirnar eru að koma sterkar inn á HM í ár. Getty/Catherine Ivill Kvennafótboltinn er í mikilli sókn og hluti af því er sú staðreynd að margir af risum kvennafótboltans geta ekki lengur gengið að úrslitum vísum á HM. Það hefur heldur betur komið í ljós síðustu daga. Fimm þjóðir á topp tuttugu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins komust ekki upp úr sínum riðlum á HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýskaland, Kanada og Brasilía eru öll meðal tíu bestu kvennalandsliða heims samkvæmt heimslista FIFA en þessir þrír risar eru allir á leið heim frá HM. Kína, Ítalía og Suður-Kórea eru líka inni á topp tuttugu hjá FIFA en verða ekki meðal þeirra sextán þjóða sem keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Í þeirra stað eru fjórar þjóðir sem eru ekki meðal þeirra 39 bestu í heimi sem komust í sextán liða úrslitin. Það óvæntasta er væntanlega afrek Marokkó sem er aðeins í 72. sæti heimslistans og byrjaði heimsmeistaramótið á 6-0 tapi á móti Þýskalandi. Marokkó komst áfram á kostnað Þýskalands. Suður Afríku er í 54. sæti heimslistans en komst áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Ítalíu. Jamaíka og Nígería eru líka komin áfram. Það hafa því óvæntir hlutir gerst á þessu heimsmeistaramóti og nú þegar riðlakeppninni er lokið tekur enn meiri dramatík við. @justwomenssports Germany (2nd) Canada (7th) Brazil (8th) China (14th) Italy (16th) Korea Republic (17th)5 Top 20 ranked sides all out in the group stage. Morocco (72nd) South Africa (54th) Jamaica (43rd) Nigeria (40th)All through to the second round.#FIFAWWC— Rich Laverty (@RichJLaverty) August 3, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Fimm þjóðir á topp tuttugu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins komust ekki upp úr sínum riðlum á HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýskaland, Kanada og Brasilía eru öll meðal tíu bestu kvennalandsliða heims samkvæmt heimslista FIFA en þessir þrír risar eru allir á leið heim frá HM. Kína, Ítalía og Suður-Kórea eru líka inni á topp tuttugu hjá FIFA en verða ekki meðal þeirra sextán þjóða sem keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Í þeirra stað eru fjórar þjóðir sem eru ekki meðal þeirra 39 bestu í heimi sem komust í sextán liða úrslitin. Það óvæntasta er væntanlega afrek Marokkó sem er aðeins í 72. sæti heimslistans og byrjaði heimsmeistaramótið á 6-0 tapi á móti Þýskalandi. Marokkó komst áfram á kostnað Þýskalands. Suður Afríku er í 54. sæti heimslistans en komst áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Ítalíu. Jamaíka og Nígería eru líka komin áfram. Það hafa því óvæntir hlutir gerst á þessu heimsmeistaramóti og nú þegar riðlakeppninni er lokið tekur enn meiri dramatík við. @justwomenssports Germany (2nd) Canada (7th) Brazil (8th) China (14th) Italy (16th) Korea Republic (17th)5 Top 20 ranked sides all out in the group stage. Morocco (72nd) South Africa (54th) Jamaica (43rd) Nigeria (40th)All through to the second round.#FIFAWWC— Rich Laverty (@RichJLaverty) August 3, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira