Þrjú þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 tíma vinnu: „Þetta er ekki sanngjarnt“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 22:00 Atli gagnrýnir þau lúsarlaun sem boðið er upp á hjá vinnustofu fyrir fatlað fólk. Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás segir launin sem fötluðu fólki er boðin upp á þar ekki sanngjörn. Dæmi eru um að fólk fái innan við 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. „Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira