Erlent

Trudeau-hjónin skilja

Máni Snær Þorláksson skrifar
Trudeau-hjónin eru að skilja eftir átján ára hjónaband.
Trudeau-hjónin eru að skilja eftir átján ára hjónaband. EPA/Andy Rain

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband.

Samkvæmt BBC er samband Trudeau-hjónanna á enda. Það hafi verið niðurstaðan eftir innihaldsrík og erfið samtöl. 

Justin og Sophie kynntust fyrst þegar þau voru að alast upp en kynntust svo aftur í júní árið 2003. Í október ári síðar voru þau trúlofuð og þann 28. maí árið 2005 giftu þau sig.

Þau eiga saman þrjú börn, Xavier James sem fæddist árið 2007, Ella-Grace Margaret sem fæddist árið 2009 og Hadrien Gregoire sem fæddist árið 2014.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×