„Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. ágúst 2023 15:16 Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Guðmundur Árni Stefánsson segir að flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórn landsins. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. „Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira