„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 11:54 Þyrlur frá ýmsum flugfélögum fara margar útsýnisferðir á dag yfir eldgosið við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira