Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 06:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira