Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman. Þegar þau höfðu innsiglað ást sína með kossi birtust liðsmenn Bjartra sveiflna á sviðinu og spiluðu ástarsmellinn „Þú fullkomnar mig“ úr smiðju Sálarinnar.
Athöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum en svo færðu veislugestir sig yfir á Slippinn. Dansinn dunaði síðar um kvöldið þar sem músík var spiluð inn í rauða nóttina. Þá steig brúðurin á svið og söng lagið Draumaprinsinn með Röggu Gísla, með miklum tilþrifum.






Gæsun og bleik hárkolla
Vinkonur Sólbjartar komu tilvonandi brúðurinni á óvart í byrjun júní með heljarinnar gæsunardegi. Þar á meðal Íris Tanja Flygenring leikkona og Katla Njálsdóttir söngkona og leiklistarnemi.
Sólbjört klæddist fögrum kjól frá hönnuðinum Hildi Yeomen og bleikri hárkollu með slör. Dagurinn virtist hafa fallið vel í kramið hjá Sólbjörtu sem birti myndir frá deginum á Instagram.



Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Þau trúlofuðu sig á sjálfan Valentínusardaginn 2022. Saman eiga þau eina dóttur, Ylfu Björk.
Bæði eru þau hluti af hljómsveitinni Hatara sem tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovison árið 2019 þegar keppnin var haldin í Tel Aviv í Ísrael.