Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 07:00 Beggi og Pacas rifja upp skemmtilegar minningar úr Gleðigöngunni. Facebook Beggi og Pacas Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tengdu gönguna við fjölskyldulíf „Við sitjum hérna saman í sólinni að rifja upp góðar stundir frá Pride. Öll tíu árin sem við tókum þátt gerðum við mikið úr þessu og vorum með vagn. Þetta var svo spennandi og skemmtilegt tímabil og við lögðum alltaf áherslu á að þetta tengdist fjölskyldu,“ segja Beggi og Pacas sem eiga stóra fjölskyldu. „Því hvort sem þú sért gay, straight eða hvað þú ert þá er alltaf fjölskylda á bak við, fyrir framan mann og hliðina á manni, auðvitað mismunandi eftir því hvernig þetta snýr að manni. Þess vegna lögðum við svona rosa mikla áherslu á fjölskyldur og tengja þetta við fjölskyldulíf, því við erum auðvitað venjulegar fjölskyldur.“ Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og lögðu mikið upp úr glæsilegum búningum sem þeir gerðu sjálfir.Facebook Beggi og Pacas Bjuggu flestallt til sjálfir Þeir lögðu mikið á sig fyrir hverja Gleðigöngu og ferðuðust heimshorna á milli til að gera vagninn sem flottastan. „Við þurftum oft að fara til Brasilíu til að ná í alls konar efnivið og dótarí og í 95 prósent tilfella þá bjuggum við búningana til sjálfir. Það var svolítið spennandi líka, að búa til búningana og gera þetta sjálfir frá grunni. Pacas er mikill listamaður í höfðinu sínu og hann náttúrulega skapaði alls konar hlutverk sem hann gat tengt íka inn á fjölskyldu, börnin, systkini og alls konar fólk.“ Pacas hefur lagt mikinn metnað í búningana fyrir Pride.Facebook Beggi og Pacas Eftirminnilegasti búningurinn segja þeir hafa verið Kleópatra. „Pacas ákvað einu sinni að vera Kleópatra og við vorum með vagn og fjölskylduna með okkur í alls konar búningum sem verðir og fleira. Það hefur eiginlega alltaf verið sól hjá okkur í göngunni nema á þessum degi, þá rigndi. Pacas var búinn að sauma svakalegan búning. Hann þurfti að setja gervibrjóst, gervimjaðmir og rass og allt fyrir innan búninginn. Það rigndi svolítið mikið á búninginn þannig að búningurinn lagðist allur að líkamanum og allir vextir sáust í gegn. Þetta fannst okkur svolítið eftirminnilegt því það var allt feikað, segir Beggi glaður í bragði og bætir við: „En aðalatriðið í kringum Pride hjá okkur var að okkur þótti svo vænt um að geta verið þarna, brosað og verið glöð saman og horft á mannfólkið brosa og vera glatt. Það er það sem skiptir svo miklu máli að við brosum til hvers annars því þá líður okkur öllum svo afskaplega vel. Þetta var rosaleg vinna, að gera þetta alla þessa hluti fyrir gönguna, en þetta var svo vel þess virði því manni leið svo vel eftir á. Það var svo mikil gleði yfir öllu og þakklæti.“ Gleðigangan Hinsegin Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tengdu gönguna við fjölskyldulíf „Við sitjum hérna saman í sólinni að rifja upp góðar stundir frá Pride. Öll tíu árin sem við tókum þátt gerðum við mikið úr þessu og vorum með vagn. Þetta var svo spennandi og skemmtilegt tímabil og við lögðum alltaf áherslu á að þetta tengdist fjölskyldu,“ segja Beggi og Pacas sem eiga stóra fjölskyldu. „Því hvort sem þú sért gay, straight eða hvað þú ert þá er alltaf fjölskylda á bak við, fyrir framan mann og hliðina á manni, auðvitað mismunandi eftir því hvernig þetta snýr að manni. Þess vegna lögðum við svona rosa mikla áherslu á fjölskyldur og tengja þetta við fjölskyldulíf, því við erum auðvitað venjulegar fjölskyldur.“ Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og lögðu mikið upp úr glæsilegum búningum sem þeir gerðu sjálfir.Facebook Beggi og Pacas Bjuggu flestallt til sjálfir Þeir lögðu mikið á sig fyrir hverja Gleðigöngu og ferðuðust heimshorna á milli til að gera vagninn sem flottastan. „Við þurftum oft að fara til Brasilíu til að ná í alls konar efnivið og dótarí og í 95 prósent tilfella þá bjuggum við búningana til sjálfir. Það var svolítið spennandi líka, að búa til búningana og gera þetta sjálfir frá grunni. Pacas er mikill listamaður í höfðinu sínu og hann náttúrulega skapaði alls konar hlutverk sem hann gat tengt íka inn á fjölskyldu, börnin, systkini og alls konar fólk.“ Pacas hefur lagt mikinn metnað í búningana fyrir Pride.Facebook Beggi og Pacas Eftirminnilegasti búningurinn segja þeir hafa verið Kleópatra. „Pacas ákvað einu sinni að vera Kleópatra og við vorum með vagn og fjölskylduna með okkur í alls konar búningum sem verðir og fleira. Það hefur eiginlega alltaf verið sól hjá okkur í göngunni nema á þessum degi, þá rigndi. Pacas var búinn að sauma svakalegan búning. Hann þurfti að setja gervibrjóst, gervimjaðmir og rass og allt fyrir innan búninginn. Það rigndi svolítið mikið á búninginn þannig að búningurinn lagðist allur að líkamanum og allir vextir sáust í gegn. Þetta fannst okkur svolítið eftirminnilegt því það var allt feikað, segir Beggi glaður í bragði og bætir við: „En aðalatriðið í kringum Pride hjá okkur var að okkur þótti svo vænt um að geta verið þarna, brosað og verið glöð saman og horft á mannfólkið brosa og vera glatt. Það er það sem skiptir svo miklu máli að við brosum til hvers annars því þá líður okkur öllum svo afskaplega vel. Þetta var rosaleg vinna, að gera þetta alla þessa hluti fyrir gönguna, en þetta var svo vel þess virði því manni leið svo vel eftir á. Það var svo mikil gleði yfir öllu og þakklæti.“
Gleðigangan Hinsegin Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira