Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júlí 2023 12:00 Ásmundur Friðriksson á von á átökum næsta þingvetur en að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49