Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 17:04 Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að minna sé um áfengisneyslu í flugi en áður. Grafík Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“ Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“
Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira