Innlent

„Leiðin var styttri en við héldum“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.
Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið. Vísir/Steingrímur Dúi

Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka.

„Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion frá Hollandi um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng.

„Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm.

Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi

„Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum hann með trompi,“ bætti Marion við.

Tilfinningaríkt augnablik

„Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle.

Kort af gosstöðvunum. Mælt er með því að fara bláu leiðina, gönguleið E. Svokallaða Meradalaleið.

Jakob ferðafélagi hans lýsti augnablikkinu.

„Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob.

Hoppuðu af kæti

„Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum.

„Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för.´

„En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló.

„Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“

Hallgerður Kolbrún var á gosstöðvunum í gær og ræddi við ferðamenn, slökkviliðsstjóra auk þess að taka púlsinn á þyrluflugmanni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×