Erlent

Neyddust til að bjóða far­þegum upp á KFC um borð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á sunnudaginn. 
Atvikið átti sér stað á sunnudaginn.  EPA

Farþegar í flugferð British Airways frá Turks- og Caicoseyjum til London á sunnudag brá svo sannarlega við þegar í ljós kom að boðið yrði upp á veitingar frá KFC um borð vegna „ófyrirséðra aðstæðna“.

Þegar flugvélin millilenti í borginni Nassau í Bahamaeyjum kom upp sú staða að ekki var til nægilegur matur um borð, en rúmlega átta klukkustundir voru þá eftir af ferðinni. Áhöfnin greip þá til þess örþrifaráðs að að panta mat af kjúklingastaðnum KFC á flugvellinum fyrir farþega. 

„Áhöfnin var fljót að ganga í málið og sá til þess að farþegar okkar fengju eitthvað að borða,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. 

Félagið baðst afsökunar á þeim óþægindum sem svo snögg breyting á matseðli kynni að valda og  gerði í leið góðlátlegt orðagrín. „Við biðjum viðskiptavini afsökunar á að ekki sé hægt að panta af matseðlinum að þessu sinni og á að við þurftum að „wing-a“ í þetta skiptið. Við vonum að þetta hafi ekki valdið neinu fjaðrafoki,“ sagði í tilkynningu félagsins. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×