Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:48 Dýraverndarsamband Íslands segir blóðtöku úr hryssum dýraníð. Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira