Bílar og mikið magn timburs juku brunaálag í eldsvoðanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 20:24 Í húsnæðinu voru meðal annars bílar og búslóðir. Stöð 2/Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Mikill eldsvoði varð í geymsluhúsnæði á horni Víkurbrautar og Hrannargötu í Reykjanesbæ í dag. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir að bílar, hjólhýsi og mikið magn timburs hafi aukið brunaálag í elsvoðanum. „Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira