Bílar og mikið magn timburs juku brunaálag í eldsvoðanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 20:24 Í húsnæðinu voru meðal annars bílar og búslóðir. Stöð 2/Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Mikill eldsvoði varð í geymsluhúsnæði á horni Víkurbrautar og Hrannargötu í Reykjanesbæ í dag. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir að bílar, hjólhýsi og mikið magn timburs hafi aukið brunaálag í elsvoðanum. „Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira