Prjónar það sem henni er sagt að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2023 20:30 Margrét Katrín Guttormsdóttir, sem er umsjónarmaður Textíllabsins á Blönduósi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent