Ólafur í ársleyfi til að huga að framtíð læknisþjónustu á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2023 15:40 Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Vísir/Baldur Dr. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á spítalanum til að leið verkefnið „Framtíð læknisþjónustu á Íslandi“. Það var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sem fól Ólafi hlutverkið. Í því felst að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. „Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas fyllir í skarð Ólafs Tómas Þór Ágústsson verður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til 30. júní 2024 í fjarveru Ólafs að því er fram kemur á vef Landspítalans. Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Tómas Þór er yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs en var í leyfi frá þeim störfum síðastliðið ár til að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum í leyfi Ólafs Baldurssonar sem var á þeim tíma í stjórnunarstöðu í lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Í því felst að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. „Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas fyllir í skarð Ólafs Tómas Þór Ágústsson verður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til 30. júní 2024 í fjarveru Ólafs að því er fram kemur á vef Landspítalans. Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Tómas Þór er yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs en var í leyfi frá þeim störfum síðastliðið ár til að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum í leyfi Ólafs Baldurssonar sem var á þeim tíma í stjórnunarstöðu í lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48
Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56