Innlent

„Stefnan er að ráðast á þetta af miklum krafti“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík.
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar

Slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ráðist verði í slökkvistörf á Reykjanesi af fullum þunga á morgun. Lögregla telur ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum að gossvæðinu opnum allan sólarhringinn.

Gönguleiðin að gossvæðinu er opin í dag en leiðum verður framvegis lokað daglega klukkan sex, þó sú tímasetning geti breyst eftir atvikum. Í tilkynningu segir að lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verði á svæðinu. Björgunarsveitir muni sinna útköllun en erfiðlega hefur gengið að manna vaktir björgunarsveita.

Gróðureldar loga enn á svæðinu. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Grindavíkur segir daginn fara í undirbúning næstu aðgerða á svæðinu.

„Stefna dagsins er að endurskipuleggja okkar störf og koma tankbílum upp og marfalda vatsnmagnið, vatnsskortur hefur háð okkur. Dagurinn fer í að undirbúa að koma miklu vatni upp og auðvelda aðgengið með vélum. Stefnan á morgun er að ráðast á þetta af miklum krafti og slá þetta verulega niður,“ segir Einar. Hann vonast til þess að slökkvilið nái tökum á eldunum í þessari viku.

Enn er töluverð mengun á svæðinu og er mælt með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá eldunum. 

Einar segir aðstæður enn mjög erfiðar.

„Þegar það rignir ekki þá spretta glóðir upp aftur og aftur. Mosaeldur er nógu slæmur einn og sér, við það bætist eldgos og aðgengi þannig það er mjög erfitt að eiga við þetta,“ segir Einar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×