Óvæntur og sögulegur sigur á HM kvenna í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:36 Sarina Bolden fagnar sigurmarki sínu í nótt. Sögulegt mark sem tryggði sögulegan sigur. Getty/Catherine Ivill Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta hófst með óvæntum sigri Nýsjálendinga og önnur umferð riðlakeppninnar hófst með óvæntu tapi Nýsjálendinga í nótt. Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira