Besti framherji Norðmanna hefur ekki skorað í tólf klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:50 Ada Hegerberg í leiknum á móti Nýja Sjálandi en það eru margir að bíða eftir marki frá henni í dag. Getty/Ulrik Pedersen Norski framherjinn Ada Hegerberg hefur raðað inn mörkum með franska stórliðinu Olympique Lyon en það er ekki hægt að segja sömu sögu af henni í norska landsliðinu. Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira