Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 22:54 Guðjón var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Vilhelm/Orka náttúrunnar Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi. Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi.
Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira