Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 19:17 Ása gagnrýndi yfirlýsingu Ásmundar í samtali við Vísi. Ása Skúladóttir/Vísir/Vilhelm Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira