Innlent

Fluttur á bráðamóttöku eftir árekstur í Sundahöfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins á ellefta tímanum í morgun.
Frá vettvangi slyssins á ellefta tímanum í morgun.

Ökumaður mótorhjóls var fluttur á bráðamóttöku Landspítala á ellefta tímanum í morgun eftir árekstur við sendiferðabíl.

Áreksturinn varð við Klettagarða í Sundahöfn í Reykjavík um klukkan korter yfir tíu. Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við fréttastofu að ökumaðurinn hafi verið fluttur á bráðamóttöku.

Engar upplýsingar var að fá um líðan hins slasaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×