Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2023 21:00 Arnór Björnsson tók Barbenheimer tvennuna í gær og ætlar aftur á Barbí myndina í kvöld. ari páll karlsson Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. Stórmyndirnar Barbí og Oppenheimer gætu vart verið ólíkari. Önnur fjallar um barbídúkku í tilvistarkreppu en hin er sannsöguleg um kjarnorkusprengju. Engu að síður virðast þær ná til sameiginlegs markhóps sem þyrstir í að sjá báðar myndir sama kvöld. Tvennan er þá kölluð Barbenheimer sem er nýstárlegt hugtak sem fjölmargir stunduðu í gær. Fjórðungur fór á báðar myndir „Það voru vel rúmlega 25 prósent sem keyptu miða á báðar myndir sem er alveg stórkostlegt því Oppenheimer er ekki beint stutt mynd, hún er þrír tímar að lengd þannig þetta var prógram upp á fimm og hálfan klukkutíma en gekk rosalega vel,“ segir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smárabíó. Konstantín Mikaelsson er framkvæmdastjóri Smárabíó.steingrímur dúi Aðspurður hvaðan þetta sprettur segir hann að um mátt samfélagsmiðla sé að ræða. „Við sáum þetta í fyrra á teiknimyndinni Minions þegar krakkar mættu í jakkafötum í bíó. Þetta er ekki eitthvað sem markaðssérfræðingur hjá kvikmyndaveri býr til. Þetta er bara skemmtilegi hluti samfélagsmiðla sem við sjáum þarna.“ Bleikar dragtir og búningar Þá sé sérstaklega gaman hve margir klæði sig upp í bleikt fyrir kvikmyndina um Barbí í anda dúkkunnar. „Fólk er bæði að koma í búningum og klætt í bleikt, í sínu fínasta taui. Það er rosalega gaman að sjá fólk í bleikum drögtum og uppstrílað. Það var mjög mikið um það í gær á forsýningunni, það er mjög gaman að sjá hvað fólk tekur þessu skemmtilega.“ Margir voru klæddir upp eins og Barbí.ari páll karlsson Arnór Björnsson er einn þeirra sem tók Barbenheimer tvennuna svokölluðu í einum rykk í gær, fór á báðar myndir og varði því tæpum sex klukkustundum í bíói. „Þetta eru sex tímar í heildina, það voru einhverjir sem tóku setuna svokölluðu og eru held ég með legusár í dag,“ segir Arnór. Með setunni á hann við þá iðju að standa ekkert upp yfir Barbenheimer tvennunni sem hann mælir þó ekki með. Fimmtíu gaurar í bíó.ari páll karlsson Arnór ákvað að stefna fimmtíu manna hóp í Smárabíó en hugmyndina hafði hann gengið með lengi. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið og gat síðan ekki losað mig við hana og þá byrjaði þetta bara. Ég gat ekki sofið almennilega fyrr en ég stofnaði Facebook hóp sem heitir: 50 gaurar saman í bíó sem hafði einungis það markmið að fara fimmtíu saman í bíó.“ Eins og að reka ferðaskrifstofu Við tók langt skipulagstímabil sem spannaði tvo mánuði og Arnór lýsir sem stormasömu. „Mér leið eins og ég væri að reka ferðaskrifstofu því þetta var svo margt fólk og þetta var svo mikið prinsipp að fá akkúrat fimmtíu manns og það var mesta vesenið að fara hvorki yfir né undir.“ Hluti hópsins sat í kvikmyndahúsinu í sex klukkutíma.ari páll karlsson Ætlar aftur á Barbí í kvöld Já vandasamt að passa töluna og því komust færri að en vildu. Kærasta Arnórs var meðal þeirra sem þurftu að sitja eftir með sárt ennið. „En við erum að fara saman á Barbí í kvöld til að bæta það upp.“ Upplifunin hafi semsagt verið stórkostleg og hvetur hann alla til að taka tvennuna, en hvora myndina á maður að sjá á undan? „Þetta fer eftir því hvort þú viljir labba úr bíóinu hafandi trú á mannkyninu eða ekki. Ef þú vilt hafa trú á mannkyninu farðu þá á Barbí eftir Oppenheimer, en sitt sýnist hverjum.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tengdar fréttir Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Stórmyndirnar Barbí og Oppenheimer gætu vart verið ólíkari. Önnur fjallar um barbídúkku í tilvistarkreppu en hin er sannsöguleg um kjarnorkusprengju. Engu að síður virðast þær ná til sameiginlegs markhóps sem þyrstir í að sjá báðar myndir sama kvöld. Tvennan er þá kölluð Barbenheimer sem er nýstárlegt hugtak sem fjölmargir stunduðu í gær. Fjórðungur fór á báðar myndir „Það voru vel rúmlega 25 prósent sem keyptu miða á báðar myndir sem er alveg stórkostlegt því Oppenheimer er ekki beint stutt mynd, hún er þrír tímar að lengd þannig þetta var prógram upp á fimm og hálfan klukkutíma en gekk rosalega vel,“ segir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smárabíó. Konstantín Mikaelsson er framkvæmdastjóri Smárabíó.steingrímur dúi Aðspurður hvaðan þetta sprettur segir hann að um mátt samfélagsmiðla sé að ræða. „Við sáum þetta í fyrra á teiknimyndinni Minions þegar krakkar mættu í jakkafötum í bíó. Þetta er ekki eitthvað sem markaðssérfræðingur hjá kvikmyndaveri býr til. Þetta er bara skemmtilegi hluti samfélagsmiðla sem við sjáum þarna.“ Bleikar dragtir og búningar Þá sé sérstaklega gaman hve margir klæði sig upp í bleikt fyrir kvikmyndina um Barbí í anda dúkkunnar. „Fólk er bæði að koma í búningum og klætt í bleikt, í sínu fínasta taui. Það er rosalega gaman að sjá fólk í bleikum drögtum og uppstrílað. Það var mjög mikið um það í gær á forsýningunni, það er mjög gaman að sjá hvað fólk tekur þessu skemmtilega.“ Margir voru klæddir upp eins og Barbí.ari páll karlsson Arnór Björnsson er einn þeirra sem tók Barbenheimer tvennuna svokölluðu í einum rykk í gær, fór á báðar myndir og varði því tæpum sex klukkustundum í bíói. „Þetta eru sex tímar í heildina, það voru einhverjir sem tóku setuna svokölluðu og eru held ég með legusár í dag,“ segir Arnór. Með setunni á hann við þá iðju að standa ekkert upp yfir Barbenheimer tvennunni sem hann mælir þó ekki með. Fimmtíu gaurar í bíó.ari páll karlsson Arnór ákvað að stefna fimmtíu manna hóp í Smárabíó en hugmyndina hafði hann gengið með lengi. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið og gat síðan ekki losað mig við hana og þá byrjaði þetta bara. Ég gat ekki sofið almennilega fyrr en ég stofnaði Facebook hóp sem heitir: 50 gaurar saman í bíó sem hafði einungis það markmið að fara fimmtíu saman í bíó.“ Eins og að reka ferðaskrifstofu Við tók langt skipulagstímabil sem spannaði tvo mánuði og Arnór lýsir sem stormasömu. „Mér leið eins og ég væri að reka ferðaskrifstofu því þetta var svo margt fólk og þetta var svo mikið prinsipp að fá akkúrat fimmtíu manns og það var mesta vesenið að fara hvorki yfir né undir.“ Hluti hópsins sat í kvikmyndahúsinu í sex klukkutíma.ari páll karlsson Ætlar aftur á Barbí í kvöld Já vandasamt að passa töluna og því komust færri að en vildu. Kærasta Arnórs var meðal þeirra sem þurftu að sitja eftir með sárt ennið. „En við erum að fara saman á Barbí í kvöld til að bæta það upp.“ Upplifunin hafi semsagt verið stórkostleg og hvetur hann alla til að taka tvennuna, en hvora myndina á maður að sjá á undan? „Þetta fer eftir því hvort þú viljir labba úr bíóinu hafandi trú á mannkyninu eða ekki. Ef þú vilt hafa trú á mannkyninu farðu þá á Barbí eftir Oppenheimer, en sitt sýnist hverjum.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tengdar fréttir Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28