Ekki viss um að Messi verði í byrjunarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 13:01 Lionel Messi veifar til áhorfanda þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Inter Miami -. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi spilar sinn fyrsta leik með Inter Miami annað kvöld en það er þó ekki öruggt að argentínski snillingurinn byrji leikinn. Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Sjá meira
Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Sjá meira