Kristall semur við Sönderjyske til þriggja ára Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 17:46 Kristall Máni Ingason er nýr leikmaður Sönderjyske í Danmörku. Sönderjyske Kristall Máni Ingason er genginn til liðs við danska félagið Sönderjysk frá Rosenborg í Noregi. Danska félagið staðfesti félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum nú fyrir skömmu. Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“ Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira