Innlent

Sjö fluttir á slysa­deild eftir al­var­legt um­ferðar­slys

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bílaröð hefur myndast á Snæfellsnesvegi vegna lokunar.
Bílaröð hefur myndast á Snæfellsnesvegi vegna lokunar. vísir

Sjö voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir alvarlegt umferðarslysi á Snæfellsnesvegi, norðan við Hítará, skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Töluverður viðbúnaður er á svæðinu og hefur veginum verið lokað.

Kristján Ingi Hjörvarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að árekstur hafi orðið milli tveggja ökutækja.

„Það er búið að ræsa út þyrlu Gæslunnar ásamt sjúkrabílum og lögreglu. Viðbragðsaðilar eru að vinna á vettvangi,“ segir Kristján.

Staðsetning slyssins.vegagerðin

Uppfært klukkan 14:56:

Að sögn Kristjáns lentu sjö í slysinu. Fjórir farþeganna hafi verið fluttir með sjúkrabílum og þrír með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Um er að ræða árekstur húsbíls og jepplings sem kom úr gagnstæðri átt. 

Vegurinn verður lokaður næsta klukkutímann eða næstu tvo, á meðan rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögregla rannsaka vettvang.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×