Erlent

Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rannsóknir benda til þess að höfrunugum þyki streituvaldandi að synda samhliða mönnum.
Rannsóknir benda til þess að höfrunugum þyki streituvaldandi að synda samhliða mönnum. Getty

Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds.

Samkvæmt yfirvöldum í Japan hlaut einn rifbeinsbrot og varð fyrir biti á hendi í árás höfrungs skömmu frá Suishohama-strönd í borginni Mihama. 

Sama morgunn varð annar fyrir höfrungaárás á sömu strönd og síðar um daginn var tilkynnt um tvær aðrar árásir höfrunga. Alls hafa sex slíkar árásir verið tilkynntar japönskum yfirvöldum frá áramótum, að því er fram kemur í frétt BBC um málið. 

Eins og áður segir eru höfrungar almennt ekki árásargjarnir en rannsóknir benda til þess að einhverjum höfrungategundum þyki það streituvaldandi að synda samhliða mönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×