„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 19:22 Ingunn Ása Mency Ingvadóttir syrgir ömmustelpuna sína, sem skotin var til bana í Detroit á fimmtudag. Vísir/ívar fannar Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira