„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 19:22 Ingunn Ása Mency Ingvadóttir syrgir ömmustelpuna sína, sem skotin var til bana í Detroit á fimmtudag. Vísir/ívar fannar Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira